
Umhverfisvænni grastegundir?
29.12.2016
Það vita flestir að nautgripir framleiða töluvert mikið magn af neikvæðum gróðurhúsalofttegundum þegar þeir jórtra. Víða um heim unnið að því að finna leiðir til þess að draga úr þessari framleiðslu með einum eða öðrum hætti svo gera megi nautgriparækt umhverfisvænni en hún er í dag. Eitt af því sem nú er verið að skoða hjá háskólanum í Árósum í Danmörku er að þróa nýja grastegund sem þarf minni áburð en aðrar grastegundir en muni jafnframt taka upp mikið magn köfunarefnis og vera lystugt fyrir nautgripi. Ef hægt er að sameina þessa kosti í einni grastegund væri tekið stórt skref inn í framtíðina, enda fengist með auðmeltanlegu fóðri meiri orka og aukin mjólkurframleiðsla.
Samkvæmt útreikningum vísindafólks háskólans mætti með framleiðslu á slíku „ofurgrasi“ draga úr framleiðslu gróðurhúsalofttegunda fra nautgripum um 10%. Þetta er gríðarlega áhugavert verkefni en kostar einnig sitt. Alls er áætlað að verkefnið muni kosta tæplega hálfan milljarða íslenskra króna og þar af hefur fengist styrkur frá einum rannsóknasjóði upp á um 215 milljónir. Hinn hlutinn greiðist af danska fræframleiðandanum DLF Seeds, sem greinilega ætlar sér áfram stóra hluti á þessum mikilvæga markaði/SS.