Umframmjólkin fór í 4,7 milljónir lítra
07.09.2004
Samkvæmt bráðabirgðatölum SAM (Samtök Afurðastöðva í Mjólkuriðnaði) var innvigtun mjólkur í ágústmánuði um 8,9 milljónir lítra eða rúmri 1 milljón lítrum meiri en í ágúst 2003. Heildarinnvigtun á verðlagsárinu 2003/2004 var því um 109,7 milljónir lítrar á móti 110,1 milljónum lítra á verðlagsárinu á undan en það er
heildarsamdráttur um 370 þús lítra eða um 0,33% milli ára. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri SAM nam umframmjólk á verðlagsárinu 2003/2004 um 4,7 milljónum lítra á móti 4,1 milljón lítrum á verðlagsárinu 2002/2003.