Beint í efni

Umframmjólk um 4 milljónir lítra

03.09.2003

Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri frá Samtökum afurðastöða í mjólkuriðnaði (SAM) lítur út fyrir að umframmjólkin í ár verði um 1,3 milljónum minni en í fyrra. Framleiðslan í ágúst endaði í um 7,9 milljónum lítra, hátt í 800 þúsund lítrum minna en í fyrra. Lokauppgjör mun liggja fyrir síðar í mánuðinum.