Beint í efni

Umdeildar tillögur um breytt styrkjakerfi í nautakjötsframleiðslu innan ES

03.06.2002

Þjóðverjar og Frakkar hafa lagt til verulegar breytingar á styrkjakerfi ES fyrir nautakjötsframleiðslu. Í dag eru greiddir styrkir út á gripi, en í tillögunum er lagt til að greitt verði ut á graslendi. Þessu hafa margar þjóðir með lítið graslendi algerlega hafnað og bent á mikið tekjufall sumra bænda innan ES ef að yrði. Enn sem komið er hefur tillögunum verið hafnað af yfirstjórn ES.

 

Að sögn Þjóðverja er með hugmyndunum verið að gera styrkjakerfið einfaldara og sýnilegra. Þá er að auki stuðlað að minnkun framleiðslunnar, þar sem bændur fengju greidda fasta upphæð á sitt graslendi óháð framleiðslu.

 

Fyrir áhugasama er hægt að fylgjast vel með landbúnaðarmálum innan Evrópusambandsins á slóðinni:

 

http://europa.eu.int/comm/agriculture/index_en.htm