Beint í efni

Umbúðir með örgjörva

17.05.2012

Tetra Pak er nú að þróa nýjung, mjólkurfernur sem ”tala” við neytendur um innihaldið! Tetra Pak er leiðandi á heimsmarkaði með umbúðir fyrir mjólkurfernur og er þessi nýjasta hugmynd þeirra afar áhugaverð. Hugmyndin er að staðsetja örlítinn örgjörva í umbúðirnar, en örgjörvi þessi myndi innihalda upplýsingar um viðkomandi vöru, pökkunardag, ástand vörunnar og jafnvel uppruna s.s. nafn á búi eða svæði sem mjólkin kemur frá. Neytandinn myndi svo skanna inn með símanum sínum fernuna og fá þannig beint á skjáinn allar upplýsingar um mjólkurvöruna.

 

Þó svo að þetta hljómi eins og úr framtíðar bíómynd þá er þetta alls ekki svo langt undan að sögn upplýsingafulltrúa fyrirtækisins, neytendur verði þó að bíða í nokkur ár enn eftir því að fernan fari að spjalla við þá við eldhúsborðið/SS.