Um viðurlög við framleiðslu umfram kvóta
05.07.2010
Þar sem kvótakerfi eru við lýði í mjólkurframleiðslu, tíðkast að beita viðurlögum við framleiðslu og markaðssetningu umfram þann kvóta sem viðkomandi framleiðandi hefur. Í Noregi er lögð á sekt upp á 3,20 NOK pr. líter mjólkur umfram kvóta (62,30 ISK), eins og sjá má hér.
Í löndum Evrópusambandsins gildir um þetta efni reglugerð ráðsins nr. 1234/2007 um sameiginlega skipulagningu landbúnaðarvörumarkaða og um sértæk ákvæði fyrir ákveðnar landbúnaðarafurðir (reglugerð um eina sameiginlega skipulagningu markaðarins). Þar segir á bls. 38 að greiða skuli sekt sem nemi 27,83 € pr. 100 kg mjólkur sem markaðssett er umfram kvóta (43,41 ISK pr. kg). Reglugerðina má sjá í heild sinni hér.
Eins og gefur að skilja er það grundvallaratriði kvótakerfis að það virki eins gagnvart öllum framleiðendum og að ekki séu á því undanþágur.