Um útivist nautgripa
15.09.2008
Vegna umræðna um útivist nautgripa er rétt að rifja upp ákvæði reglugerðar nr. 438/2002, um aðbúnað nautgripa og eftirlit með framleiðslu mjólkur og annarra afurða þeirra.
Þar stendur í 5. grein: „Tryggja skal öllum gripum, nema graðnautum eldri en sex mánaða, 8 vikna útivist hið minnsta ár hvert“.