Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Um tvö þúsund krakkar heimsóttu MS á einni viku!

08.02.2011

Vikuna 24. til 27. janúar s.l. komu um 2.000 grunnskólanemendur á aldrinum 8 til 10 ára og kennarar þeirra í heimsókn til Mjólkursamsölunnar til að kynnast mjólkurframleiðslu. Þetta er árviss viðburður sem staðið hefur í tugi ára og orðinn að u.þ.b. 40 ára hefð hjá MS. Skólarnir sjá um ferðir barnanna á heimsóknarstaðinn að Bitruhálsi 1 og svo fara hóparnir í u.þ.b. klukkustundar skoðunarferð með leiðsögumanni og þiggja léttar veitingar í lokin. Að sögn Baldurs Jónssonar hjá Sölu- og markaðssviði MS sýna börnin mikinn áhuga á því sem fyrir augu ber og hafa greinilega mjög gaman af því að koma í heimsókn til MS. Starfsmenn víðsvegar innan fyrirtækisins sjá svo um að leiðbeina

hópunum og koma margir að því verkefni, m.a. mjólkurfræðingar, sölufólk, skrifstofufólk, framkvæmdastjórar og forstjóri.

 

Hressir krakkar í heimsókn hjá MS

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

„Allt framleiðsluferlið var skoðað en skoðunarferðin hófst þar sem tekið er á móti mjólkinni frá bændum. Þaðan var farið inn á minjasafn Mjólkursamsölunnar þar sem krakkarnir gátu séð bæði áhöld og tæki sem notuð voru til heimavinnslu og mjólkurframleiðslu í upphafi síðustu aldar. Hápunktur skoðunarferðarinnar var svo þegar krakkarnir voru frædd um það hvernig afar þeirra og ömmur fóru á sínum tíma út í mjólkurbúð til að kaupa mjólk í brúsum og flöskum fyrir miðja síðust öld!

 

Á minjasafninu ráku börnin upp stór augu þegar við þeim blasti bullustrokkur, handknúin skilvinda, mjólkursigti, mjaltatæki og margt fleira. Einnig vakti það eftirtekt að í gamla daga voru mjólkurbúðir í höfuðborginni. Þangað kom fólk með sína eigin brúsa til að kaupa mjólk en hún fékkst einnig í glerflöskum. Þarna eru einnig mjólkurhyrnurnar sem tóku við af brúsum og glerflöskum árið 1958. Skyrið var viktað jafnóðum og pakkað í pappír en þá var það óhrært og þykkara en í dag. Mjólkurbíll árgerð 1935 er á safninu og fjölmargar ljósmyndir frá fyrri tímum“, sagði Baldur.

  

Mjólkurframleiðslan útskýrð

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frá minjasafninu fóru hóparnir svo aftur inn í nútímann og fóru að mjólkurmóttökunni og ferli mjólkurinnar var svo fylgt allt þar til hún var komin í ýmsar afurðir s.s. nýmjólk, fjörmjólk, rjóma og súrmjólk. Svo fengu börnin að sjá mjólkina í sínum réttu umbúðum í risastórum kælilager MS, tilbúna til flutnings til skóla eða verslana. Að lokum var svo ferðinni heitið í Emmess ísgerðina, en á leiðinni þangað varð á vegi barnanna hann Lalli töframaður sem vakti mikla kátínu og gleði.

 

Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir sem teknar voru þegar krakkarnir komu í heimsókn til MS.

Mjólkurvöruúrval fyrri tíma s.s. gamlar mjólkurumbúðir, flöskur, brúsar ofl.
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fylgst með mjólkurpökkun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mjólkurbíll árgerð 1935!