Um heilagar kýr hagfræðinnar
12.01.2008
Borist hefur áskorun frá lesanda naut.is um að grein Bergsveins Birgissonar sem birtist í Morgunblaðinu 2. janúar sl. verði birt á heimasíðu Landssambands kúabænda. Að sjálfsögðu verður orðið við þeirri beiðni og er greinin birt hér í heild sinni.
“Nýlega var lögð út á vef Landssambands kúabænda skýrsla unninn af starfshópi frá Landbúnaðarháskóla Íslands (Lbhí) um hagræðingu þess að skipta íslensku kúnni út fyrir annað kúakyn (sjá naut.is). Niðurstöður þessarar skýrslu hafa þegar verið básúnaðar svo að íslenskir kúabændur myndu græða “milljarð á ári” við skiptinguna. Að skipta um kúakyn
skírskotar bæði til tilfinninga- og menningarþátta hjá fólki og hefur það sitt að segja um hagkvæmni. En nóg að áðurnefndri skýrslu. Það kemur á daginn að þar virðast fáir útreikningar halda vatni í vísindalegum skilningi. Milljarður á ári hljómar út úr kú. Hvað varðar breiðustu óvissuþætti þá eru framleiðsluaðstæður í löndum samanburðarkynjanna
mjög frábrugðnar því sem gerist á Íslandi. Útreikningar hópsins byggjast á sömu aðstæðum og dæmið sett upp þannig að skyndilega séu norskar eða sænskar rauðkýr, sænskar láglandakýr eða nýsjálensk-frísískar kýr komnar í stað íslensku kúnna. Þessi skipting kostar ekki neitt skv. skýrslunni og stækkun fjósa aðeins nefnd sem óvissuþáttur. Hraðasta umbreytingin er fósturvísaleiðin en samt sem áður er þar um að ræða 12-15 ára ferli.
Fósturvísaleiðin er kostnaðarsöm auk þess að kasta íslensku kúnni á haugana. Torstein Steine hjá GENO (ræktunarfélagið fyrir norskar rauðkýr (NRF) áætlar kostnað upp á 140 þúsund á hverja nýja NRF-kvígu gegnum fósturvísaleiðina. Auk þess yrði að kaupa lifandi dýr. Skynsamlegra væri að flytja inn sæði og búa til blendingskyn. Þessu er hafnað af
skýrsluhöfundum á þeim forsendum að erfitt sé að reikna út eiginleika slíks blendingsstofns
(bls 36). Vonandi verður ekki íslensku kúnni kastað á haugana vegna úttreikningsvanda hjá Lbhí! NRF-kýrin er til dæmis ræktuð upp úr 10-12 norskum landkynjum auk þess að vera úr
sænskum og finnskum blendingskúm. Rætur hennar í norsku kynjunum kann að skýra velgengni hennar í Noregi. Gögn þau og upplýsingar sem hópurinn byggir skýrsluna á er að
hluta frá ræktunarfélögum og í sumum tilvikum handbókarupplýsingaringar (bls v og 35). Nú er það svo að hvorug þessara heimilda er vísindalega áreiðanleg. Ræktunarfélögin (eins og t.d. GENO fyrir norsku NRF-kýrnar) eru markaðstengd félög og handbókarupplýsingar miðaðar við það sem best gerist. Meir um vísindi síðar. Þá er að nefna nokkur dæmi um vinnubrögð. Á bls 4 í skýrslunni er tíðni júgurbólgutilfella sögð vera 35-45% hja íslenskum
kúm miðað við 12-18% hjá hinum kynjunum. Dauðfæddir kálfar eru “vaxandi vandamál” á Íslandi og standa í 14% miðað við 3-6% tíðni hinna kynjanna. Þetta er mikilvægur þáttur í óhagkvæmni Búkollu. Staðreyndin er sú að engin skráning er á júgurbólgu á Íslandi
landi og er kemur að kálfadauða eru fáar niðurstöður tiltækar. Hér virðast menn hafa búið til tölur og eru þær “hagnaðinum” af hinum kúnum mjög í vil. Elin Grethardsdóttir hefur unnið viðauka um mjaltir sem starfshópurinn byggir á. Elin byggir á handbókum auk rannsóknar á mjaltatíma á nokkrum um íslenskum búum. Hún bendir á að niðurstöðurnar séu ekki „tölfræðilega marktækar (bls 46). Í stuttu máli er íslenska kýrin reiknuð sem mun tímafrekari til mjalta en erlendu kýrnar í handbókunum (þ.e. bestu aðstæður) og þetta skýrir að hluta
óhagkvæmni hennar. Í doktorsritgerð Lars Risan um NRF-kýr (2003; 92 o.fr.) tiltekur
hann bónda sem mjólkar 50 kýr aleinn á innan við klukkutíma tíma og hjón sem notuðu lengri tíma í 20 kýr. Að kenna íslensku kúnni alfarið um lengri mjaltatíma er villa. Í útreikningunum er kúnum gefið sama magn af kjarnfóðri. Þetta er misvísandi
andi því til að fá aukin afköst þarf aukið kjarnfóður. Í þessu samhengi vil ég nefna
glænýja rannsókn unna af norska Háskólanum fyrir umhverfi og líftæknivísindi. Þar eru NRF-kýr og hryggjóttar þrændakýr kýr (sidet trønderfe) bornar saman. Þrændakýrin sýnir
mestan skyldleika af öllum kynjum við íslensku kúna skv. rannsókn frá 1999. Í þessari
tilraun var 9 kúm af hvoru kyni einungis gefið gróffóður. NRF kýrin mjólkaði 26 kíló á dag að
meðaltali, þrændakýrin 16 kíló. NRF-kýrnar horuðust niður meðan þrændakýrin bætti við sig í þyngd og mjólkin úr henni var hlutfallslega betri hvað varðar prótein og fituinnihald. Þetta fær norsku vísindamennina til að skrifa að það sé „ enginn sannanlegur mismunur hvað varðar afköst kynjanna tveggja” (www.umb.no/?viewID=12181). Ástæðan er sú að mun fleiri þættir en „magn mjólkur eru teknir með í útreikningana. Á Holti í Rangárvallasýslu eru kýr sem mjólka uppundir 7.900 lítra á ári en meðalnyt NRF er í kringum 6.000 lítrar.
Fleiri kúabændur sýna að miklir afkastamöguleika búa í Búkollu. Til dæmis er prótein/fitu
hlutfallið hagstæðast í mjólk íslensku kúnna (bls 3) án þess að þetta komi henni til góðs í skýrslunni. Sé miðað við áðurnefnda skýrslu get eg ekki séð að til séu haldbær vísindaleg rök fyrir bættri afkomu kúabænda við innflutning á nýju kúakyni. Kynið yrði að flytja inn á forsendum trúarbragða sem kennd eru við aukin afköst og hagræðingu og eru vinsæl þula um þessar mundir þó vandséð sé hve miklu þessi trúarbrögð munu granda fyrir kynslóðum framtíðar.
Höfundur er norrænufræðingur búsettur
í Björgvin í Noregi.”
Ástæða er til að gera tvær athugasemdir við greinina. Í fyrsta lagi hafa niðurstöður skýrsluhalds í nautgriparækt um kálfadauða hér á landi, eindregið sýnt svo árum skiptir þá niðurstöðu að kálfadauði sé meiri hér á landi en víðast hvar annars staðar. Þá er greinarhöfundur væntanlega að vísa til sömu skýrsluhaldsniðurstaðna, þar sem bærinn Akbraut er efstur á lista um þessar mundir með meðalafurðir, þær eru um 7.900 kg á umliðnum 12 mánuðum.