Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Um hálf milljón kúabúa innan EES svæðisins

20.09.2012

Samkvæmt upplýsingum frá DG Agri, landbúnaðarstofnun Evrópusambandsins, var fjöldi kúabúa (með meira en 50% tekna sinna af mjólkurframleiðslu) innan hinna 27 landa sambandsins 539 þúsund árið 2008 og hafði búum þá fækkað um 5% frá fyrra ári. Ef þessi tala er framreiknuð með áþekkri fækkun búa gæti fjöldinn í ár verið um 450-470 þúsund bú. Við þessa tölu má svo bæta fjölda skráðra kúabúa í bæði Noregi og Íslandi (rétt um 12 þúsund bú um síðustu áramót) og finna þannig fjölda sérhæfðra kúabúa innan landa EES-svæðisins. Alls má þannig gera ráð fyrir því að fjöldi kúabúa innan landa EES séu um 460-480 þúsund nú um stundir.

 

Með sama hætti má reikna út fjölda kúa á EES-svæðinu en að viðbættum fjölda kúa á Íslandi og í Noregi eru þær væntanlega um 16,5-17,5 milljónir. Af þessu leiðir að meðalbústærðin er trúlega í kringum 33-35 kýr pr. bú en meðalfjöldi kúa á hverju kúabúi innan landa Evrópusambandsins árið 2008 var 33 kýr.

 

Lang flestar kýr eru í Þýskalandi og Frakklandi eða um 7,5 milljónir en fæstar eru á Möltu eða rétt um 6 þúsund. Næsta land fyrir ofan Möltu er svo Ísland með um 25 þúsund mjólkurkýr og í þriðja sæti (neðan frá) er svo Lúxemborg með um 38 þúsund kýr. Eina landið í viðbót, sem er með færri en 100 þúsund mjólkurkýr, er svo Grikkland en þar er einungis að finna um 75 þúsund mjólkurkýr/SS – DG Agri.