
Um 37.500 kúabædur hættu í fyrra í Evrópusambandinu
24.10.2003
Þróun mjólkurframleiðslunnar í heiminum öllum er með líku sniði. Nýjar upplýsingar frá Evrópusambandinu sýna að sl. tvö ár hafa 75.000 bændur hætt störfum, eða sem nemur 12% búanna. Síðustu 7 ár hefur búunum fækkað um 40% eða 370 þúsund alls. Nokkuð misjafnt er þetta eftir löndum, en þróunin er þó skörpust í Hollandi, þar sem 26% búanna hefur hætt á síðustu tveimur árum.
Í Danmörku hefur búunum fækkað um 17% á tveimur árum og eru nú um 8 þúsund mjólkurframleiðendur þar í landi.
Í Grikklandi hefur búunum fækkað um 22% á tveimur árum og í bæði Portúgal og Ítalíu nemur fækkunin um 20%. Á sama tíma nemur fækkunin einungis 7% í Frakklandi og 5% í Þýskalandi.
Ef litið er til talna síðustu 7 ára, nemur fækkunin í Þýskalandi um 34% og 23% í Frakklandi. Mest fækkun er þó á Spáni, þar sem 63% mjólkurframleiðenda hefur hætt sl. 7 ár.
Særstu bú Evrópusambandsins er nú að finna á Bretlandseysjum, þar sem hvert bú telur um 97 kýr með um 600.000 lítra framleiðslu. Meðaltalið fyrir öll lönd ES er 35 kýr og skipar Austurríki neðsta sætið með 10 kýr að meðaltali á hvert bú.