Beint í efni

Ullarverð til bænda hækkar um 24%

23.10.2008

Ákveðið hefur verið að ullaverð til bænda hækki um 24 %. frá því í fyrra. Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda, segir bændur séu nokkuð ánægðir með þetta verð. Hækkunin  sé alla vega meiri en á dilkakjöti og eins og nú árar geta menn ekki annað en verið ánægðir með þessa hækkun. Guðjón Kristinsson, framkvæmdastjóri Ístex, sagði í samtali við Bændablaðið að horfurnar í ullarsölunni væru góðar, sala á lopa væri með besta móti. Hins vegar væru mörg vandkvæði uppi um þessar mundir eins og allir vita. Hann sagði að Ístex fengi um þessar mundir engar greiðslur erlendis frá þar sem allt virtist vera stíflað.

„Það er mikil óvissa hjá okkur eins og öllum öðrum um þessar mundir en það er góð sala á lopa og ullarvörum almennt, betri en verið hefur í all mörg ár og greinilega mikill áhugi fyrir prjóni. Við erum mun bjartsýnni nú en undanfarin ár,“ sagði Guðjón Kristinsson.

/-S.dór