Beint í efni

Úlfaldamjólk brátt til sölu í Evrópu?

24.06.2011

Í Sameinuðu arabísku furstadæmunum er starfrækt nokkuð óhefðbundin mjólkurframleiðsla á bæ einum í nágrenni Dubai. Þar eru Kameldýr haldin á bú í eigu fyrirtækisins Emirates Industry for Camel Milk & Products. Á búinu eru 2.000 kameldýr og þar starfa 125 manns. Alls eru 600 kýr mjólkaðar daglega í þar til búnum mjaltabás og svo fer mjólkin beint í eigin mjólkurvinnslu búsins þar sem henni er tappað á plastflöskur. Mjólkin frá búinu kallast því enskuskotna nafni Camelicious og er einnig til í ýmsum bragðbættum útgáfum.
 
Sömu kröfur til mjólkurgæða eru gerðar og til mjólkur sem framleidd er í Evrópusambandinu og því telja kameldýrabændurnir upplagt að fá leyfi til innflutnings á mjólkinni inn á evrópska markaðinn. Nefnd á vegum ES hélt í vettvangsferð á kameldýrabúið í byrjun ársins og er búist við formlegum svörum ES á næstu vikum/SS.
 
Hér má fræðast nánar um þessa sérstæðu framleiðslu: www.camelicious.ae/en.html