
Týra frá Hraunkoti er afurðahæst
12.12.2011
Niðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar í nóvember hafa nú birst á nautgriparæktarsíðum bondi.is og má skoða þær nánar hér. Þegar yfirlitið var tekið saman höfðu borist skýrslur frá 94% búa sem skráð eru í skýrsluhaldið.
Niðurstöðurnar eru helstar þær að 22.430,0 árskýr mjólkuðu að meðaltali 5.414 kg síðustu 12 mánuðina. Hæsta meðalnytin í lok nóvember var í Hraunkoti í Skaftárhreppi 8.341 kg og næsthæstu meðalafurðir voru á Kirkjulæk 2 í Fljótshlíð 7.925 kg. Þriðja búið í röðinni er í Reykjahlíð á Skeiðum þar sem meðalnytin var 7.886 kg. Þarna eru á ferðinni sömu búin og sátu efst í síðasta mánuði, röðin sú sama og þá.
Nythæsta kýrin á síðustu 12 mánuðum var Týra nr. 120 í Hraunkoti í Skaftárhreppi, nyt hennar á þeim tíma var 12.554 kg en Fríða sem var í efsta sæti á þessum lista í síðasta mánuði varð nú nr. 4. Önnur kýrin í röðinni yfir nythæstu kýrnar síðastliðna 12 mánuði var Díana nr. 194 á Seljavöllum í Hornafirði og mjólkaði 12.234 kg. Hin þriðja á þessum lista nú í nóvemberlok var Tíund nr. 279 í Leirulækjarseli í Borgarbyggð, en hún mjólkaði 12.084 kg.
Rétt er að geta þess að vegna leiðréttinga og endurskoðunar ákveðinna hluta í uppgjöri skýrslnanna, kunna niðurstöður fyrir einstök bú í einstökum mánuðum að breytast eitthvað.
Niðurstöðurnar eru helstar þær að 22.430,0 árskýr mjólkuðu að meðaltali 5.414 kg síðustu 12 mánuðina. Hæsta meðalnytin í lok nóvember var í Hraunkoti í Skaftárhreppi 8.341 kg og næsthæstu meðalafurðir voru á Kirkjulæk 2 í Fljótshlíð 7.925 kg. Þriðja búið í röðinni er í Reykjahlíð á Skeiðum þar sem meðalnytin var 7.886 kg. Þarna eru á ferðinni sömu búin og sátu efst í síðasta mánuði, röðin sú sama og þá.
Nythæsta kýrin á síðustu 12 mánuðum var Týra nr. 120 í Hraunkoti í Skaftárhreppi, nyt hennar á þeim tíma var 12.554 kg en Fríða sem var í efsta sæti á þessum lista í síðasta mánuði varð nú nr. 4. Önnur kýrin í röðinni yfir nythæstu kýrnar síðastliðna 12 mánuði var Díana nr. 194 á Seljavöllum í Hornafirði og mjólkaði 12.234 kg. Hin þriðja á þessum lista nú í nóvemberlok var Tíund nr. 279 í Leirulækjarseli í Borgarbyggð, en hún mjólkaði 12.084 kg.
Rétt er að geta þess að vegna leiðréttinga og endurskoðunar ákveðinna hluta í uppgjöri skýrslnanna, kunna niðurstöður fyrir einstök bú í einstökum mánuðum að breytast eitthvað.