Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Týra frá Hraunkoti er afurðahæst

12.12.2011

Niðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar í nóvember hafa nú birst á nautgriparæktarsíðum bondi.is og má skoða þær nánar hér. Þegar yfirlitið var tekið saman höfðu borist skýrslur frá 94% búa sem skráð eru í skýrsluhaldið.

Niðurstöðurnar eru helstar þær að 22.430,0 árskýr mjólkuðu að meðaltali 5.414 kg síðustu 12 mánuðina. Hæsta meðalnytin í lok nóvember var í Hraunkoti í Skaftárhreppi 8.341 kg og næsthæstu meðalafurðir voru á Kirkjulæk 2 í Fljótshlíð 7.925 kg. Þriðja búið í röðinni er í Reykjahlíð á Skeiðum þar sem meðalnytin var 7.886 kg. Þarna eru á ferðinni sömu búin og sátu efst í síðasta mánuði, röðin sú sama og þá.

Nythæsta kýrin á síðustu 12 mánuðum var Týra nr. 120 í Hraunkoti í Skaftárhreppi, nyt hennar á þeim tíma var 12.554 kg en Fríða sem var í efsta sæti á þessum lista í síðasta mánuði varð nú nr. 4. Önnur kýrin í röðinni yfir nythæstu kýrnar síðastliðna 12 mánuði var Díana nr. 194 á Seljavöllum í Hornafirði og mjólkaði 12.234 kg. Hin þriðja á þessum lista nú í nóvemberlok var Tíund nr. 279 í Leirulækjarseli í Borgarbyggð, en hún mjólkaði 12.084 kg.

Rétt er að geta þess að vegna leiðréttinga og endurskoðunar ákveðinna hluta í uppgjöri skýrslnanna, kunna niðurstöður fyrir einstök bú í einstökum mánuðum að breytast eitthvað.