Tvöföldun mjólkurframleiðslunnar?
26.01.2006
Félag kúabænda á Suðurlandi stendur fyrir málþingi um stöðu og möguleika íslenskrar mjólkurframleiðslu undir yfirskriftinni: „Er raunhæft að tvöfalda mjólkurframleiðslu á Íslandi á næstu árum?“ Málþingið verður haldið þriðjudaginn 31. janúar í félagsheimilinu Þingborg í Hraungerðishreppi og hefst kl. 12.00.
Þrír fyrirlesarar verða á málþinginu:
- Sveinn Agnarsson, Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, ræðir um stöðu og horfur í mjólkurframleiðslu
- Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri MS, ræðir um markaðsmöguleika erlendis
- Elvar Eyvindsson, bóndi Skíðbakka II í Landeyjum, mun ræða um möguleika til lækkunar framleiðslukostnaðar á kúabúum.
Kúabændur eru hvattir til að fjölmenna.