Tvöfalda líftíma mjólkurvara með umbúðatækni
04.09.2015
Brasilíska fyrirtækið Nanox heldur því fram að því hafi tekist að stórauka líftíma mjólkur með því að bæta sérstökum silfur-öreindum í plast umbúðanna. Í Brasilíu er hefðbundin ending mjólkur í plastflöskum, þ.e. þar til „best fyrir“ dagurinn rennur upp, 7 dagar en forsvarsmenn Nanox segja að með hinni nýju tækni lengist líftími mjólkurinnar í 15 daga. Þá segja þeir ennfremur að líftími mjólkur sem pakkað er í poka aukist úr 4 dögum í 10 daga.
Sé þetta tilfellið er vissulega um stórtíðindi að ræða enda er aukin ending matvæla mikið umhverfismál. Fyrirtækið hefur áður haslað sér völl á sviði lækningatækja en öreindatækni Nanox virðist stórlega draga úr fjölgun örvera á yfirborði þeirra tækja og tóla sem húðaðar eru með efninu frá Nanox. Samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu er nú stefnan sett á stærri markaði en Brasilíu og er þar m.a. horft til afurðafélag í bæði Bandaríkjunum og Evrópu/SS.