Beint í efni

Tvö sláturhús hækka verð til kúabænda

04.07.2005

Í morgun hækkuðu Sölufélag Austur Húnvetninga og Sláturhúsið Hellu hf. verð sín á nautgripaafurðum. Eftir verðbreytinguna greiðir Sláturhúsið Hellu hæstu verð í öllum flokkum nautgripaafurða nema þremur! Sölufélagið greiðir hæstu verð í fjórum flokkum og deilir þar hæstu verðum með öðrum í þremur flokkum. Eftir þessar verðbreytingar fær bóndi hæsta verðið fyrir afurðir sínar, samkv. verðlíkani LK, hjá Sláturhúsi Hellu hf. Þar fást nú fyrir kílóið kr. 370 fyrir UNI A, kr. 300 fyrir KIU A og kr. 290 fyrir KI A.

Smelltu hér til þess að skoða verðskrá sláturleyfishafa í júlí

 

Smelltu hér til þess að skoða hvar bestu verðin er að fá