Beint í efni

Tvö ný ungnaut farin í dreifingu til kúabænda

13.01.2005

Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjóra Nautastöðvar BÍ á Hvanneyri eru nú tvö ný ungnaut farin í dreifingu til kúabænda. Annað nautið heitir Skandall (nr. 03034) og er frá Nýjabæ í Borgarfjarðarsveit. Skandall er undan Soldán og Tíglu sem er Óladóttir. Hitt nautið heitir Skarpur (nr. 03041) og er frá Egilsstaðakoti í Villingaholtshreppi. Skarpur er einnig undan Soldán, en móðirin heitir Skörp og er Almarsdóttir.