Beint í efni

Tveir nýjir mjólkurbílar á Suðurlandi

04.11.2011

MS Selfossi hefur tekið í notkun tvo nýja mjólkurbíla af fullkomnustu gerð og eru báðir bílarnir á loftpúðum bæði að framan og aftan. Annar bíllinn er af gerðinni Benz og er hefðbundinn stellbíll með 14.500 lítra tanki. Hinn bíllinn er fjögurra öxla Volvo með 20.000 lítra tanki. Það eru ýmsar nýjungar í báðum þessum bílum, m.a er tvöfalt dælukerfi í þeim og aukast afköst við dælingu á mjólk úr tæplega 400 lítrum á mínútu í 850 til 870 lítra á mínútu.

 

Einnig er sjálfvirkur prufutökubúnaður í báðum bílunum. Á sl. ári voru fluttir 63 ltr. af mjólk pr. ekinn kílómeter hjá Auðhumlu og er markmið fyrir árið 2012 er að þessi tala verði komin í a.m.k 70 ltr. pr. ekinn kílómeter. Á sama tíma og þessir bílar eru að koma til landsins þá eru að koma 4 nýir beislisvagnar 18.500 ltr. hver, 3ja öxla með lyftanlegum búkka/SS-Mjólkurpósturinn.