Beint í efni

Tveir nýjir Lely mjaltaþjónar teknir í notkun

09.06.2011

Nýverið voru teknir í notkun hér á landi tveir nýjir A4 mjaltaþjónar frá Lely. Annar þeirra var settur upp þann 18. apríl sl. á Urriðafossi í Flóa. Þar búa Lilja Böðvarsdóttir og Einar Haraldsson. Fyrir voru þau voru með 2×5 SAC mjaltabás frá 2002. Hinn mjaltaþjónninn var settur upp 18. maí í Móeiðarhvoli hjá Bóel Önnu Þórisdóttur og Birki Tómassyni. Fyrir voru þau með Lely A3 mjaltaþjón frá árinu 2006 en hann fer nú í endurnýjun og settur upp á öðru búi síðar/SS.