Tveir bændafundir BÍ í dag
25.11.2015
Í dag fara fram tveir kynningarfundir Bændasamtaka Íslands um tillögur samningsaðila um nýja búvörusamninga, en fyrsti kynningarfundurinn var haldinn í gær. Bændasamtökin standa fyrir fjórum fundum alls. Á fundunum verða forystumenn bænda með framsögur og umræður verða svo haldnar í kjölfarið.
Fundirnir verða á eftirtöldum stöðum í dag og á morgun:
Hlíðarbæ í Eyjafirði, miðvikudaginn 25. nóvember kl. 11.00
Hótel Borgarnesi, miðvikudaginn 25. nóvember kl. 20.30
Valaskjálf á Egilsstöðum, fimmtudaginn 26. nóvember kl. 11.00
Almennir bændafundir verða haldnir í héruðum um allt land þegar samningar verða fullgerðir en þær dagsetningar liggja ekki fyrir. Í kjölfar þeirra verður boðað til atkvæðagreiðslu meðal bænda/SS.