
Treystum á landbúnaðinn! Bændafundir í desember
01.12.2008
Áfram halda bændafundirnir í desember, en mjóg góð aðsókn var í nóvember á fundina. Vegna óviðráðanlegra orsaka hefur orðið að færa bændafundinn sem vera átti að Skriðulandi í Saurbæ 4. desember næstkomandi. Fundurinn verður haldinn að Tjarnarlundi í staðinn og hefst hann klukkan 15.00 en ekki klukkan 13.30 eins og áður var áætlað. Þá verða fundirnir á Blöndósi og í Hrútafirði þann 8. desember nk. en þeim varð að fresta vegna veðurs þann 27. nóvember sl.
Bændafundirnir í desember eru sem hér segir:
2. desember, þriðjudagur
Nýheimar, Höfn í Hornafirði, kl. 13:30.
3. desember, miðvikudagur
Heimaland, Rangárþingi eystra, kl. 13:30.
Þingborg, Árnessýsla, kl. 20:30.
4. desember, fimmtudagur
Tjarnarlundur, Saurbær, kl. 15:00
Hótel Borgarnes, Borgarnes, kl. 20:30.
8. desember, mánudagur
Sjálfstæðishúsið Blönduósi, kl. 13.30
Staðarflöt í Hrútafirði, kl. 20.30
10. desember, miðvikudagur
Hótel Saga, Sunnusalur, Reykjavík, kl. 20:30.
Talsmaður norsku bændasamtakanna, Norges Bondelag, Christian Anton Smedshaug verður gestur fundarins og heldur erindi.