Trausti Þórisson býður sig fram í stjórnarkjöri LK
15.02.2012
Trausti Þórisson var endurkjörinn formaður Félags eyfirskra kúabænda á aðalfundi félagsins sem haldinn var í dag. Á fundinum tilkynnti Trausti að hann gæfi kost á sér í stjórnarkjöri Landssambands kúabænda, á næsta aðalfundi samtakanna sem haldinn verður á Hótel Selfossi þann 23. og 24. mars n.k. Trausti er 46 ára og stendur fyrir búi að Hofsá í Svarfaðardal ásamt eiginkonu sinni, Ásdísi Erlu Gísladóttur./BHB