Beint í efni

Tölvutengdir legubásar

12.11.2014

Nú er komin á markað erlendis ný gerð af legubásadýnum sem er einkar athyglisverð en dýnurnar eru með sérstökum þrýstiskynjurum sem geta mælt legutíma og sent upplýsingar um þunga og notkun legubássins í fjóstölvuna! Þessi nýja legubásadýna getur einnig sent upplýsingarnar í snjallsíma og bóndinn þar með séð á augabragði hve margar kýr liggi á hverjum tíma, hvort einhver hafi legið of lengi og sé því mögulega veik eða annað slíkt. Þá má nota búnaðinn til þess að finna bæði vinsæla og þó fyrst og fremst óvinsæla bása og reyna þá að átta sig á því af hverju kýrnar vilji ekki nota viðkomandi bása.

 

Þessar dýnur er bæði hægt að setja í allt fjósið, einstaka bása eða t.d. í einungis hluta af fjósinu eins og geldkúaaðstöðu eða aðra slíka aðstöðu þar sem gott er að fylgjast með þunga kúnna. Þá er verið að þróa búnað sem einnig greinir kúna sem leggst í básinn, en enn sem komið er er það þó ekki í boði/SS.