Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Tölvukýrin Karólína mjólkar brátt

06.02.2004

Á Fræðaþingi landbúnaðarins í morgun kom fram í erindi Jóhannesar Sveinbjörnssonar, Rannsóknarstofnun Landbúnaðarins, að hermilíkanið Karólína sé brátt tilbúið. Fræðimenn á öllum Norðurlöndunum hafa undanfarin ár unnið sameiginlega að því að útbúa hermilíkan sem gefur spágildi um væntanlegar afurðir kúa miðað við gefið fóður. 

Samvinna Norðurlandanna í þessu verkefni hefur skilað sér í því að stutt er í að kúabændur á Norðurlöndunum geta farið inn á Veraldarvefinn, slegið inn upplýsingum um það fóður sem gefa á kúnum og fengið út með nokkuð góðu öryggi hverjar afurðirnar verða! Líkan sem þetta vinnur út frá ákveðnum gefnum forsendum eins og gefur að skilja, en er þrátt fyrir það mjög áhugavert fyrir alla kúabændur.

 

Þegar er hægt að sjá og prófa fyrstu útgáfu af hermilíkaninu á veraldarvefnum á slóðinni: www.njfjord.dk en í dag svarar líkanið þó ekki spurningum um nyt og/eða verðmætaefni, en mun gera það í nánustu framtíð.