
Tölvukerfi BÍ lokuð um stundarsakir á mánudag
31.03.2012
Vegna framkvæmda í Bændahöllinni er nauðsynlegt að loka tölvukerfum samtakanna frá klukkan 17:00-20:00 næstkomandi mánudag, 2. apríl. Þetta mun hafa áhrif á notendur forrita og gagnagrunna á vegum BÍ.
Tölvukerfin sem þetta hefur áhrif á eru eftirfarandi: baendatorg.is, huppa.is, Lotus Notes, efabis.is, símkerfi, Hýsing ásamt fleiri minni kerfum. Notendur eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.
/Tölvuumsjón BÍ