Beint í efni

Töluvert minni sala á holdasæði

07.10.2002

Það sem af er þessu ári hefur sala á holdasæði dregist töluvert saman miðað við sama tíma undanfarin ár. Helstu ástæðna er fyrst og fremst að leita í lágu verði á nautakjöti sem leitt hefur til viðvarandi taps bænda í þessari búgrein. Þessu til viðbótar hefur íslenskum kúm fækkað verulega, sem þrengir að möguleikum kúabænda landsins til að nota holdasæði þar sem flestir eru í þeirri stöðu að þurfa að setja á alla kvígukálfa sem fæðast vegna mjólkurframleiðslunnar.

 

 Sjá nánar hér.