Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Tollvernd nánast útilokuð!

02.02.2011

Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi var haldinn í Árhúsum á Hellu sl. mánudag. Sérstakur gestur fundarins var Stefán Haukur Jóhannesson, formaður aðalsaminganefndar vegna umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Stefán rakti gang viðræðnanna og ferlisins til þessa og hver næstu skref væru í málinu. Talsverðar umræður urðu í kjölfar erindisins. Í þeim kom m.a. fram það álit Stefáns að það sé „nánast útilokað“ að viðhalda tollvernd ef af aðild Íslands verður. Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis frá 9. júlí 2009 segir m.a.: „Meiri hlutinn leggur áherslu á að skýr stuðningur við mjólkurframleiðslu og annan hefðbundinn búskap verði eitt af samningsmarkmiðum Íslands. Það á t.d. við um afnám tolla þar sem tollverndin hefur verið ein af stoðum íslensks landbúnaðar, ekki síst hefðbundins landbúnaðar. Er því mikilvægt að leita allra leiða til að búa svo um hnúta að stuðningi við landbúnað verði sem minnst raskað þótt ljóst sé að ákveðin breyting í uppbyggingu styrkjakerfisins muni eiga sér stað með aðild að sambandinu“.

Það liggur því fyrir að „nánast útilokað“ sé að ná einu af megin markmiðunum sem meiri hluti utanríkismálanefndar setti fram í áliti sínu vegna aðildarumsóknarinnar. Það má mjög velta fyrir sér, hvaða tilgangi það þjónar að halda slíku ferli áfram.