Beint í efni

Tjón vegna álfta og gæsa

11.10.2011

Álft og gæs valda miklu tjóni á ræktarlöndum ár hvert. Til þess að afla frekari gagna um tjón vilja Bændasamtökin beina því til bænda að fylla út meðfylgjandi eyðublað og senda til samtakanna á netfangið bpb@bondi.is. Upplýsingarnar verða notaðar til að leggja mat á umfang tjóns sem bændur verða fyrir vegna ágangs álfta og gæsa. Niðurstöðurnar verða teknar saman og sendar til umhverfisráðuneytisins sem hefur með málaflokkinn að gera.  

Ýmislegt má gera til að verjast tjóni af völdum fugla, en oft á tíðum er þó ekki við neitt ráðið. Hér eru nokkrar ráðleggingar í baráttunni við fuglana:

- Álftir og gæsir hræðast það að geta ekki tekið til flugs. Þannig má minnka líkur á að fuglinn setjist á tún/akur með því að strengja borða yfir túnin með nokkru millibili og þrengja þannig það svæði sem hann hefur til að taka sig á loft.

- Skurðir umhverfis og girðingar hindra að álftir og gæsir fari inn í akra. Það skiptir líka miklu máli að vel takist til við vinnslu og sáningu þannig að ekki séu auðar geilar inn í ökrunum.

- Menn hafa prófað að sá höfrum í rönd meðfram ökrum til að verja þá, en hafrarnir eru mun seinni í þroska en byggið.

- Gasbyssur hafa verið notaðar en almennt er það reynsla bænda að fuglarnir læri fljótt á þær, einkum ef skotmynstri er ekki breytt og byssur færðar til.

- Fuglahræður , flögg, gasblöðrur (helst með augum á), lúðrar (bílflautur) og hundar. Þá má nefna svokallað mylar band (málmlitað band sem glampar á)

- Einnig er hægt að beita nýju áreiti daglega til þess að trufla fuglana. T.d. að stilla upp dráttarvél, kerru, bauju eða öðrum áberandi hlutum í námunda við svæðið sem fuglarnir sækja á.

Eyðublað