Beint í efni

Tine vill auka mjólkurkvótann

07.06.2012

Stærsta afurðastöð Noregs, Tine, hefur nú lagt til við stjórnvöld að mjólkurkvóti landsins verði aukinn. Þessi afstaða kemur ekki á óvart, enda varð alvarlegur mjólkurskortur í landinu fyrir síðustu jól sem kom m.a. niður á framboði á rjóma og smjöri. Þar sem Noregur er ekki hluti af Evrópusambandinu getur landið einfaldlega stjórnað þessu sjálft án þess að þurfa að bera ákvörðunina undir ráðamenn í Brussel.

 

Tillaga Tine er að auka kvótann um 50 milljónir lítra en sú aukning nemur 3% á ársgrunni. Nú þegar er útlit fyrir að í ár verði einnig skortur á smjöri og rjóma, líkt og í fyrra en samkvæmt útreikningum frá Tine gæti vantað allt að 30 milljónir lítra miðað við núverandi neyslu í landinu/SS.