
TINE með áhugaverða skoðanakönnun á Facebook
05.01.2018
Norska samvinnufélagið TINE stendur fyrir áhugaverðri skoðanakönnun þessa dagana á Facebook en tilgangurinn er að fá neytendur til þess að velja nýja merkingu á fernur TINE. Hin nýja merking á að bæta nýtingu mjólkurvara og draga úr því að neytendur hendi vörunum einungis vegna þess að „best fyrir“ degi er náð. Í könnuninni, sem hægt er að skoða með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan, geta þátttakendurnir valið á milli eftirfarandi valkosta fyrir hina nýju merkingu í gróflegri þýðingu:
1. Best fyrir xxxxx, eftir það: skoða – lykta – bragða
2. Best fyrir xxxxx, og oft eftir það enn í lagi
3. Best fyrir xxxxx, en ekki slæm eftir það
Þessari könnun hefur þegar þetta er skrifað verið svarað af rúmlega 450 þátttakendum, sem er allt gott enda var könnunin sett af stað að kveldi þriðja janúar og líkur henni í dag. Smelltu hér til þess að sjá nánar þessa könnun og ef þú vilt þá getur þú tekið þátt með því að skrifa svar þitt í athugasemdadálki Facebook síðu TINE/SS.