Beint í efni

TINE lokar ísgerðarstöð

24.05.2013

Norska afurðafélagið TINE er í hagræðingaraðgerðum þessa dagana líkt og mörg önnur afurðafélög víða um heim. Að þessu sinni er það framleiðslustöð TINE í Brevik í Þelamörk sem verður lokað en þar hefur hinn þekkti Diplom ís verið framleiddur. Framleiðslan verður sameinuð annarri framleiðslu í afurðastöð TINE rétt utan við Osló, en vegna þessara aðgerða missa 45 manns vinnuna.

 

Ástæða lokunarinnar er viðvarandi tap á framleiðslunni en frá árinu 2006 hefur TINE tapað 250 norskum milljónum á framleiðslu Diplom íssins eða um 5,3 milljörðum íslenskra króna. Skýringin á þessu mikla tapi felst í misheppnaðri markaðsherferð í Svíþjóð og Danmörku en TINE ætlaði sér stóra hluti með ís sinn þar en mætti harðri samkeppni og réð ekki við verkefnið. Diplom ís er leiðandi á hinu norska markaði með um 54% markaðshlutdeild og nemur árleg íssala félagsins um 28 milljón lítrum/SS.