Beint í efni

Tine í Noregi hagræðir

01.07.2010

Tine, norska framleiðendasamvinnufélagið, er nú komið vel áleiðis með að byggja nýja afurðastöð í Jæren í Rogalandi. Nýja afurðastöðin mun kosta um 27,5 milljarða króna (1,4 milljarða Nkr) og geta tekið við um 200 milljónum lítrum mjólkur árlega! Nýja stöðin kemur í stað fjögurra annarra sem verður að loka vegna hagræðingar, en þær eru

í dag í Voll, Kleppe, Nærbö og Vikeså.

 

Mjólkurstöðin verður tekin í notkun haustið 2011 en aðalframleiðslugeta hennar verður nýtt til osta- og smjörframleiðslu.

 

Heimild: DIN: 22/5