Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Tine gekk vel árið 2016

07.03.2017

Norska afurðafélagið Tine, sem er samvinnufélag þorra norskra kúabænda, var rekið með nærri 25 milljarða króna hagnaði á síðasta ári. Heildarvelta félagsins var alls 269 milljarðar króna og er því hagnaðurinn hlutfallslega afar mikill. Þetta eru afar góð tíðindi fyrir eigendur félagsins en Tine hefur gengið í gegnum all nokkrar þrengingar á liðnum árum eins og við höfum sagt frá hér á naut.is.

Samkvæmt tilkynningu frá Tine þýðir þessi sterka rekstrarniðurstaða að félagið stendur afar sterkt gagnvart samkeppni erlendis frá en fyrirséð að norskar mjólkurvörur muni lenda í töluverðri samkeppni á komandi árum.

Þegar rýnt er í reksturinn má sjá að það er sala Tine á ostum sem hefur skilað sér vel inn í reksturinn á síðasta ári en drykkjarmjólkursala hefur hins vegar hopað nokkuð. Útflutningur hefur einnig skipt Tine máli en 13% af veltunni kom frá útflutningi mjólkurvara.

Að teknu tilliti til hagnaðar félagsins og arðgreiðslu á hvern innveginn líter mjólkur þá endaði meðal afurðastöðvaverð Tine árið 2016 í 5,69 norskum krónum eða sem svarar til 71,4 íslenskum krónum/SS.