Beint í efni

TINE fjárfestir í Írlandi

18.01.2018

Norska samvinnufélagið TINE stendur í risafjárfestingu þessa dagana í Írlandi en þar er verið að byggja upp framleiðslu á hinum heimsþekkta Jarlsberg osti eins og við höfum áður sagt frá. Norsku kúabændurnir fóru út í þessa framkvæmd eftir að norska ríkisstjórnin felldi niður útflutningsbætur á norska osta og varð þá þegar ljóst að útflutningur á Jarlsberg yrði ekki lengur mögulegur á þeim verðum sem selt var á þar sem mjólkurframleiðsla í Noregi er afar kostnaðarsöm. Í Írlandi er hins vegar hægt að framleiða mjólk með afar litlum tilkostnaði og ákváðu Norðmenn að setja upp ostagerð þar í samvinnu við þarlenda samvinnufélagið Dairygold.

TINE áætlar að setja alls tæplega 10 milljarða íslenskra króna í uppbyggingua og Dairygold mun einnig leggja töluverða fjármuni í þetta verkefni. Hin nýja afurðastöð í Írlandi framleiða 20 þúsund tonn af Jarslberg osti þegar hún verður komin í fulla framleiðslu. Jarlsberg ostur verður þó áfram framleiddur í Noregi en einungis fyrir heimamarkað/SS.