Beint í efni

Tími aðalfunda

27.03.2018

Um þessar mundir er tími aðalfunda hjá aðildarfélögum og skyldum aðilum BÍ. Hér undir er yfirlit um þá fundi sem eru á dagskrá. Nokkrir eru liðnir og fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar fá þeir að fljóta með. Þeir sem vilja nánari upplýsingar um fundina er bent á að hafa samband við stjórnarfólk í félögunum. Sjá yfirlitssíðu um aðildarfélög BÍ.

Aðalfundir
5.-6. apríl – Landssamtök sauðfjárbænda – Bændahöllin
6. apríl – Verndun og ræktun – Garðyrkjuskólinn
6.-7. apríl – Landssamband kúabænda – Hótel Selfoss
7. apríl – Geitfjárræktarfélagið – Reykjavík - Malarhöfða 6
9. apríl – Búnaðarsamband A-Skaftafellssýslu – Hrollaugsstaðir, Suðursveit
9. apríl – Búnaðarsamband S-Þingeyjarsýslu – Skjólbrekku, Mývatnssveit
9. apríl – Búnaðarsamtök Vesturlands - Hvanneyri
12. apríl – Félag ferðaþjónustubænda - Reykjavík - Síðumúla 11, 2.hæð
12. apríl – Búnaðarsamband Skagfirðinga – Löngumýri, Skagafirði
13. apríl – Búnaðarsamband Eyjafjarðar – Hlíðabær, Eyjafirði
13. apríl – Búnaðarsamband Suðurlands – Smáratún, Fljótshlíð.
13. apríl – Búnaðarsamband Vestfjarða – Heydal, Mjóafirði
14. apríl - Beint frá býli - Brjánslækur, Barðaströnd
17. apríl - Búnaðarsamband Austurlands - Eiðum, Fljótsdalshéraði
17. apríl – Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda – Laugarbakka, Miðfirði
27. apríl - Svínaræktarfélagið – Bændahöllin
28. apríl - Búnaðarsamband Kjalarnesþings, Ásgarði í Kjós
24. maí – Félag kjúklingabænda – Hotel Natura
24. maí – Félag eggjaframleiðenda – Hotel Natura
8.-9. júní - Landssamband veiðifélaga, Sauðárkróki
3. nóvember (óstaðfest) - Æðarræktarfélag Íslands
5.-7. október – Landssamtök skógareigenda, Hellu
26. október – Félag hrossabænda (staðsetning óákveðin)

Félög sem hafa nýlokið aðalfundum
24. febrúar – Samtök ungra bænda, Vatnsholt í Flóa
24. febrúar – Samband íslenskra loðdýrabænda, Hellu
26. febrúar – Búnaðarsamband N-Þingeyjarsýslu, Kópaskeri
22. mars – Samband garðyrkjubænda, Borg í Grímsnesi

Athugasemdir eða leiðréttingar má gjarnan senda á netfangið tb@bondi.is.