Tillögur að samþykktabreytingum LK tilbúnar
14.01.2010
Á formannafundi LK sem haldinn var 18. nóvember sl., var ákveðið að skipa starfshóp sem hefði það hlutverk að endurskoða samþykktir LK fyrir næsta aðalfund. Starfshópurinn var skipaður Jóhannesi Jónssyni á Espihóli, formanni Búgreinaráðs BSE í nautgriparækt, Þóri Jónssyni á Selalæk, formanni Félags kúabænda á Suðurlandi og Jóhönnu Hreinsdóttur í Káraneskoti, formanni Mjólkursamlags Kjalarnesþings. Starfshópurinn hefur nú skilað tillögum sínum til stjórnar LK og verða þær kynntar fyrir aðildarfélögunum eftir að hún hefur tekið þær fyrir.