Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Tillaga um 137 milljón lítra greiðslumark 2016

19.09.2015

Á fundi samstarfsnefndar Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) og Bændasamtaka Íslands (BÍ) 18. september 2015 var fjallað um framleiðslu, sölu og birgðir mjólkurafurða síðustu tólf mánuði. Jafnframt var farið yfir áætlanir fyrir komandi verðlagsár 2016.

 

Samkvæmt sölusamantekt SAM fyrir tímabilið frá september 2014 til ágúst 2015 var sala mjólkurafurða umreiknuð á próteingrunn um 121,7 milljónir lítra, en umreiknað á fitugrunn var salan um 131,9 milljónir lítra. Söluáætlun til loka ársins 2015 gerir ráð fyrir að sala á fitugrunni verði um 133 milljónir lítra.

 

 

Söluáætlun SAM fyrir árið 2016 byggir á söluþróun mjólkurafurða síðustu tuttugu og fjóra mánuði.  Samkvæmt söluáætluninni er búist við að sala mjólkurvara árið 2016, umreiknuð á fitugrunn, verði um 137 milljónir lítra. 

 

Í tillögu samstarfsnefndar SAM og BÍ fyrir greiðslumark verðlagsársins 2015 var gert ráð fyrir 4 milljónum lítra til birgðaaukningar. Miðað við söluáætlun til loka árs verður birgða-aukning nokkuð meiri, en ekki það mikil að samstarfsnefndin telji ástæðu til að gera tillögu um skerðingu greiðslumarks til lækkunar birgða vegna verðlagsársins 2016.

 

Með hliðsjón af ofangreindu leggur samstarfsnefnd SAM og BÍ til við Framkvæmdanefnd búvörusamninga að greiðslumark mjólkur fyrir verðlagsárið 2016 verði ákveðið 137 milljónir lítra./BHB