Beint í efni

Tillaga að lögum um dýravelferð

14.07.2011

Nefnd um dýravelferð hefur nú skilað af sér tillögum sínum að frumvarpi til nýrra laga um málaflokkinn. Tillögurnar liggja nú frammi á vef sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins en í þeim er gert ráð fyrir að málaflokkurinn í heild verði færður undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og að Matvælastofnun fari með eftirlit með framkvæmd laganna.

 

Lagadrögin gera ráð fyrir töluverðum breytingum á öðrum lögum enda taka þau yfir bæði fyrri lög um dýravernd og einnig lög um búfjárhald. Í lagadrögunum er að finna ýmsar nýjungar s.s. skildu umráðamanna dýra til þess að afla sér grunnmenntunar vegna dýrahalds auk þess sem slíkt dýrahald verður leyfisskilt (gildir um 10 dýr eða fleiri). Þá er ákvæði um að tryggja skuli grasbítum aðgengi að sumarbeit, en nefndin gerir ekki sambærilegar kröfur til annarra dýrategunda svo dæmi sé tekið. En ýmis önnur atriði eru sett fram í drögunum sem ástæða er til þess að hvetja nautgripabændur til þess að lesa vandlega.

 

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið tekur við athugasemdum og ábendingum og er skilafrestur þeirra til 20. ágúst næstkomandi. Einnig má að sjálfsögðu senda ábendingar til LK. Ráðuneytið mun í framhaldi af því vinna endanlegt frumvarp sem lagt verður fram á Alþingi á komandi haustþingi.

  
Tillögur nefndarinnar og greinagerðar er að finna hér:

 

Dýravelferð drög

 

Dýravelferð greinargerð

 
LK mun senda athugasemdir sínar við frumvarpsdrögin beint til ráðuneytisins en hafi einstaklingar áhuga á að gera athugasemdir þá er það hægt með því að senda póst á netfangið postur@slr.stjr.is

 

eða í bréfpósti:

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið

v/ laga um dýravelferð

Skúlagötu 4

150 Reykjavík

 

/SS