Beint í efni

Tilkynning vegna annars ársfjórðungs í gæðastýrðu skýrsluhaldi í nautgriparækt

05.02.2010

Samkvæmt gildandi reglum um gæðastýrt skýrsluhald geta skýrsluhaldarar sem féllu út af fyrsta ársfjórðungi vegna seinna skila, komið aftur inn í gæðastýrt skýrsluhald á öðrum ársfjórðungi.  Eina skilyrðið er að menn hafi sent inn kýrsýni á fyrsta ársfjórðungi.  Til þess að eiga möguleika á að fá hlutdeild í greiðslum annars ársfjórðungs þurfa skýrsluhaldarar að vera búnir að vinna upp öll vanskil og skila janúar 2010 fyrir 11 febrúar 2010.  Hafið samband við héraðsráðunauta eða Bændasamtök Íslands ef óskað er eftir aðstoð við skýrsluskilin eða þörf er á frekari upplýsingum.

/GEH