Beint í efni

Tilgangslaust uppátæki sem selur mjólk

21.01.2013

Það kannast margir við uppátækið sem gekk yfir víða um heim síðasta ár þegar fólk fór að ”planka” og lét taka af sér myndir við slíkt athæfi. Hér á landi gekk þetta yfir og eru meira að segja til myndir af bæði ráðamönnum og ráðunautum að ”planka”! Nú hefur um nokkurt skeið annað æði staðið yfir, en það er jafnvel enn tilgangslausara en að planka. Þetta uppátæki gæti þó gagnast kúabændum þótt ótrúlegt megi virðast enda felst uppátækið nefninlega í því að hella yfir sig mjólk!

 

Þetta uppátæki kallast á ensku ”Milking” eða mjaltir í íslenskri útgáfu en það orð lýsir þó trúlega ekki nógu vel því uppátæki að hella yfir sig mjólk! Þetta á rætur að rekja til hugdettu nokkurra nemenda í Newcastle í Englandi, en hugmyndin fæddist í kjölfar mótmæla kúabænda í Brussel, þar sem mjólk var sprautað yfir gesti og gangandi. Vonandi dettur nú þessu fólki næst í hug að drekka mjólkina í stað þess að hella henni niður. Fyrir áhugasama um öðruvísi ”Milking” má hér sjá myndbandið upphaflega frá Newcastle sem ýtti þessu öllu af stað:http://www.youtube.com/watch?v=qtJPAv1UiAE /SS.