
Til umsagnar: Reglugerðir um útfærslu búvörusamninga
29.11.2016
Reglugerðir um nánari útfærslu á búvörusamningum hafa nú verið birtar á vef atvinnuvegaráðuneytisins þar sem óskað er eftir umsögnum. Í reglugerðunum er fjallað með nánari hætti um framlög samkvæmt búvörusamningnum, m.a. hvaða skilyrði framleiðendur þurfi að uppfylla, umsóknir, framkvæmd og fleira.
Reglugerð um stuðning í nautgriparækt mælir fyrir um nánari útfærslu á ákvæðum X. kafla búvörulaga og ákvæðum samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar. Í reglugerðinni er m.a. fjallað um greiðslur út á greiðslumark, greiðslur fyrir innvegna mjólk, innlausn greiðslumarks, gripagreiðslur, greiðslur til framleiðenda nautakjöts og fjárfestingastuðning. Stjórn Landssambands kúabænda vekur sérstaklega athygli bænda á kaflanum er snýr að fjárfestingarstuðningnum.
Gert er ráð fyrir að eftirfarandi reglugerðir taki gildi 1. janúar 2017 eða á sama tíma og breytingar á búvörulögum, búnaðarlögum, tollalögum og lögum um velferð dýra taka gildi. Athugasemdir og ábendingar um reglugerðirnar óskast sendar á netfangið postur@anr.is merkt „Reglugerðir vegna búvörusamninga.“ Frestur til að skila umsögnum er til 2. desember 2016.
Slóð á reglugerð: https://www.atvinnuvegaraduneyti.ishttps://old.bondi.is/media/Acrobat/Drog-til-umsagna-_RGL-um-studning-i-nautgriparaekt.pdf
/MG