Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Til umsagnar: Reglugerðir um útfærslu búvörusamninga

29.11.2016

Reglugerðir um nánari útfærslu á búvörusamningum hafa nú verið birtar á vef atvinnuvegaráðuneytisins þar sem óskað er eftir umsögnum. Í reglugerðunum er fjallað með nánari hætti um framlög samkvæmt búvörusamningnum, m.a. hvaða skilyrði framleiðendur þurfi að uppfylla, umsóknir, framkvæmd og fleira.

 

Reglugerð um stuðning í nautgriparækt mælir fyrir um nánari útfærslu á ákvæðum X. kafla búvörulaga og ákvæðum samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar. Í reglugerðinni er m.a. fjallað um greiðslur út á greiðslumark, greiðslur fyrir innvegna mjólk, innlausn greiðslumarks, gripagreiðslur, greiðslur til framleiðenda nautakjöts og fjárfestingastuðning. Stjórn Landssambands kúabænda vekur sérstaklega athygli bænda á kaflanum er snýr að fjárfestingarstuðningnum.

 

Gert er ráð fyrir að eftirfarandi reglugerðir taki gildi 1. janúar 2017 eða á sama tíma og breytingar á búvörulögum, búnaðarlögum, tollalögum og lögum um velferð dýra taka gildi. Athugasemdir og ábendingar um reglugerðirnar óskast sendar á netfangið postur@anr.is merkt „Reglugerðir vegna búvörusamninga.“ Frestur til að skila umsögnum er til 2. desember 2016.
Slóð á reglugerð: https://www.atvinnuvegaraduneyti.ishttps://old.bondi.is/media/Acrobat/Drog-til-umsagna-_RGL-um-studning-i-nautgriparaekt.pdf
/MG