Beint í efni

Þýskar afurðastöðvar sameina kraftana

17.08.2012

Fjórar þýskar afurðastöðvar hafa nú ákveðið að sameinast um byggingu á einni afurðstöð í nágrenni við Neumünster í Norður Þýskalandi. Þessi afurðastöð mun eingöngu sjá um mjólkurduftframleiðslu og er hugmynd þessara afurðstöðva að þegar kvótakerfið verður lagt niður árið 2015 þá geti afurðastöðin m.a. tekið við og duftað mögulega umframmjólk, en margir spá því að það muni taka kúabændur í Evrópusambandinu nokkurn tíma að ná jafnvægi í framleiðsluna eftir að kvótakerfið verður lagt niður.
 
Þessar fjórar afurðastöðvar eru Barmstedt (með um 600 milljón lítra innvigtun árlega), Uelzena (með um 420 milljón lítra innvigtun árlega) og svo afurðafélögin Schmalfeld-Hasenmoor og Wasbek (samtals með um 200 milljón lítra innvigtun árlega). Þessi fjögur félög hafa stofnað nýtt samvinnufélag utan um reksturinn sem kallast Schleswig-Holstein Milch og mun nýja afurðastöðin getað unnið úr 600 milljón lítrum árlega/SS.