Beint í efni

Þýsk kálfamjólk undir grun vegna kúariðusmits í Danmörku

17.05.2002

Grunur leikur á að kálfamjólk frá þýska framleiðandanum Nordmilch sé orsök kúariðusmits í Danmörku, en í þeim tilfellum sem kúariða hefur komið upp þarlendis hafa sýktir gripir allir fengið sömu kálfamjólkina sem smákálfar.

 

Allt fram í desember 2000 innihélt kálfamjólkin dýrafitu, sem gæti hafa verið smitleið fyrir kúariðuna, þar sem dýrafitan kom úr ýmsum hjörðum og löndum jafnt þar sem kúariða var og annarsstaðar.