Beint í efni

Þýsk kálfamjólk ástæða allra kúariðutilfella í Danmörku

23.11.2002

Í byrjun vikunnar kom upp tíunda tilfellið af kúariðu í Danmörku og hefur þegar verið staðfest að á þessu búi, líkt og öllum hinum kúabúunum þar sem kúariða hefur komið upp, hafi verið gefin kálfamjólk frá þýska stórfyrirtækinu Nord-Milch. Kálfaduftið var blandað dýrafitu sem allt eins gat verið frá skepnum með kúariðu.

 

Ekki er talið að mörg fleiri tilfelli í framtíðinni megi rekja til kálfaduftsins, þar sem framleiðslu þessarar kálfamjólkur var hætt í desember árið 2000.

 

Heimild: Landsbladet