Beint í efni

Þýsk einkarekin afurðastöð í sókn

06.01.2012

Þýska afurðastöðin Zott, sem meðal annars er þekkt fyrir jógúrtframleiðslu sína og er með framleiðslu í suðurhluta landsins, hefur nú kynnt áform sín um stækkun. Er það gert með yfirtöku á hinu pólska félagi Bacha Polska sem er einnig þekkt fyrir jógúrtframleiðslu og passa framleiðslulínur fyrirtækjanna tveggja vel saman.

 

Í dag framleiðir hin pólska afurðastöð tegundirnar „Finezja“ og „Smakija“ sem teljast víst til betri jógúrta þar í landi. Zott stefnir að því að markaðssetja hinar pólsku jógúrttegundir í Þýskalandi. Zott er með stærri afurðastöðvum og tekur við mjólk frá 3.700 kúabúum í Baden-Württemberg héraði/SS.