Þyngsta fall landsins endar hjá meistarakokkum Argentínu steikhúss
13.08.2001
Fyrir skömmu var fellt naut í stórgripasláturhúsinu á Sauðárkróki í Skagafirði, sem var heil 516 kg (fallið). Nautið kom frá Sævari Einarssyni, Hamri í Hegranesi og var það Limósín-blendingur.
Limósín-blendingar eru ekki enn mjög algengir hérlendis, en munu á komandi árum sjást æ oftar enda ekki mörg ár síðan fyrst var farið að sæða með Limósín-holdanautasæði hérlendis.
Fallið stóra frá Hamri mun á næstu vikum kalla fram munnvatn gesta Argentínu steikhúss, en kjötvinnslan Kjötbankinn í Hafnarfirði keypti þennan stóra grip og er þessa dagana að útbúa passlegar steikur fyrir meistarakokka veitingahússins.