Beint í efni

Þurrkar leiða til dauða 8 milljón nautgripa!

11.02.2003

Eins og áður hefur verið greint frá á fréttavef LK hafa miklir þurrkar herjað í Ástralíu undanfarin misseri. Hafa þurrkarnir haft mikil áhrif á landbúnaðinn, m.a. orsakað verulegan samdrátt í mjólkur- og kjötframleiðslu. Vatnsból eru víða þurr eða verulega menguð og hefur mikill fjöldi dýra drepist sökum þurrka eða sjúkdóma vegna mengaðra vatnsbóla. Talið er að allt að 8 milljón nautgripir hafi fallið í valinn eða verið slátrað vegna þurrkanna.