Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Þurrkar í Ástralíu koma illa niður á mjólkurframleiðslunni

16.01.2003

Yfirvöld í Ástralíu gera ráð fyrir að mjólkurframleiðslan á líðandi framleiðsluári (sem nær til júní 2003) dragist saman um 8% vegna mikilla þurrka sem herjað hafa á Ástralíu um langa hríð. Samdrátturinn er talinn bitna mest á ostaframleiðslunni og líkur á að 13,7% minni ostaframleiðsla verði á framleiðsluárinu.

 

Þá er gert ráð fyrir að smjörframleiðslan dragist saman um 7,3%, framleiðslan á undanrennudufti um 5,4% og á mysudufti um 6,3%. Jafnvel er búist við því að samdrátturinn verði enn meiri, þar sem þurrkasvæðin í Ástralíu eru heldur vaxandi.

 

Til fróðleiks má geta þess að samdrátturinn í ostaframleiðslunni einni og sér nemur rúmum 50 þúsund tonnum, eða hátt í tólffaldri ostaframleiðslu Íslands.