Þurrkar fóru illa með landbúnað í Ástralíu
26.08.2003
Talið er að verðmæti landbúnaðarframleiðslu í Ástralíu dragist saman um 80% á árinu vegna mikilla þurrka, eins og áður hefur verið getið um. Fram hefur komið að Ástralir hafi ekki áður lent í jafn miklum þurrkum, sem hefur leitt til gríðarlegs uppskerutaps og fækkun búfjár.
Hinir miklu þurrkar eru taldir hafa kostað Ástrali rúmlega 400 milljarða og enn er ekki farið að rigna. Áströlsk yfirvöld hafa greint frá því að búið er að koma upp aðvörunarkerfi fyrir landbúnaðinn, sem á að geta varað við væntanlegum þurrkasvæðum í framtíðinni.